Ljóðalög Jóns Hlöðvers Áskelssonar
12.10.2010
Ljóðalög Jóns Hlöðvers Áskelssonar
Fimmtudagskvöldið 14. október kl. 20:00 verða tónleikar í Hömrum þar sem flutt verða ljóðalög Jóns Hlöðvers
Áskelssonar. Flytjendur eru Margrét Bóasdóttir sópran og Daníel Þorsteinsson píanóleikari en auk þeirra
mun Þráinn Karlsson leikari lesa hvert og eitt ljóð áður en það verður flutt. Þessi sönglög Jóns Hlöðvers eru
afar fjölbreytileg, litrík og krefjandi í meðförum en hann hefur ávallt lagt mikla rækt við samningu söngverka bæði fyrir kóra sem
og einsöngvara. Þess má geta að um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því að Jón Hlöðver hóf störf
við Tónlistarskólann á Akureyri og hefur hann ætíð stutt starfsemi skólans með ráðum og dáð.