Strengjasveitarmót á Akureyri
05.10.2010
Strengjasveitarmót á Akureyri
Helgina 8. – 10. október mun Tónlistarskólinn á Akureyri standa fyrir strengjamóti á Akureyri. Um 270 nemendur frá öllu landinu hafa
skráð þátttöku
sína og fylgja þeim um 64 foreldrar og farastjórar. Þetta er í 3. sinn sem strengjamótið er haldið en fyrir 2 árum var það haldið
í Reykjanesbæ. Þátttakan hefur aldrei verið meiri. Hópnum er skipt niður í 4 sveitir eftir aldri og getu og munu sveitirnar æfa alla helgina og
koma svo fram á tónleikum á sunnudag kl. 13:00 í Hamraborg í Hofi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir, en sveitirnar munu leika 1 lag saman og því einstakt tækifæri að hlýða á svo marga strengjanemendur samtímis.