Fara í efni

Masterklass

Masterklass

Á morgun, miðvikudaginn  13. október, verður haldið námskeið með rússnesk/ísraelska píanóleikaranum Albert Mamriev á vegum íslandsdeildar EPTA. Námskeiðið fer fram í Hömrum í Hofi og  hefst kl. 14:30. Það eru nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar sem taka þátt en námskeiðið er EPTA meðlimum og nemendum þeirra að kostnaðarlausu.  Fyrir þá sem eru utanfélags er þáttökukostnaður kr. 3.500.- Í áheyrn er gjaldið kr. 1000 utan félags en kr. 500.- fyrir nemendur. 
Eru kennarar og nemendur þeirra eindregið hvattir til þess að mæta og fylgjast með því öll stefnum við að sama marki:  Að halda áfram að þroska okkur sem tónlistarmenn, sama á hvaða stigi við erum og sama á hvaða hljóðfæri við leikum. Þá munu píanóleikararnir Albert Mamriev og Selma Guðmundsdóttir leika saman á tónleikum um kvöldið, einleik og fjórhent, og hefjast tónleikarnir kl. 20:00.