Fara í efni

Skólatónleikar SN í Hofi

Skólatónleikar SN í Hofi

Í liðinni viku var Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með skólatónleika í Hofi. Flutt var tónverkið Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofieff. Var verkið sviðsett með leikbrúðum og sett upp í samstarfi við Brúðuheima í Borgarnesi og Leikfélag Akureyrar. Leikbrúðustjórnandi var Bernd Ogrodnik og sögumaður Guðmundur Ólafsson. SN var skipuð 13 hljóðfæraleikurum  undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Þessi uppfærsla tókst mjög vel, sýningar voru 9 talsins og fjöldi gesta um 2500, en öllum nemendum í 1.-5. bekk Norðausturlandi var boðið á tónleikana.