Úmbarassa - Nú er úti norðanvindur
Úmbarassa - Nú er úti norðanvindur
Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur
mundi ég setja þær allar inn,
elsku besti vinur minn.
viðlag
Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassa-sa.
Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassa-sa.
Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassa-sa.
Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassa-sa.
Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból,
góðan dag og gleðileg jól.
viðlag
Elsku besti stálagrér,
heyrirðu hvað ég segi þér.
Þú hefur étið úldið smér
og dálítið af snæri,
elsku vinurinn kæri.
Viðlag
Þarna sé ég fé á beit
ei er því að leyna
Nú er komin upp í sveit
Á rútunni hans Steina
skilurðu hvað ég meina
Viðlag
Lag: erlent þjóðlag
Texti: Ólafur Kristjánsson