Popplag í G dúr
Popplag í G dúr
Ég er hér staddur á algjörum bömmer,
sé ekki úr augunum út.
Allt fer í steik er þú ert ekki með mér,
hleypur í kekki og hnút.
Svo þegar þú birtist fer sólin að skína,
smáfuglar kvaka við raust.
Í brjálæðishrifningu býð ég þér Tópas
og berjasaft skilyrðislaust.
Við syngjum saman: Popplag í G-dúr.
Við syngjum: Popplag í G.
Við syngjum: Popplag í G-dúr.
Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta að syngja svona
popplag í G-dúr, popplag í G.
Við förum á bíó, við förum á kostum
og förum á puttanum rúnt.
Brauðmolum hendum í hausinn á öndunum
sem hjálmlausum fellur það þungt.
Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta að syngja svona
popplag í G-dúr, popplag í G.
En af hverju þarftu svo alltaf að hverfa
augsjónum mínum á burt?
Svo beygður af harmi ég breytist að nýju
í bölvaðan dóna og durt.
Ég er hér staddur á algjörum bömmer,
sé ekki úr augunum út.
Allt fer í steik er þú ert ekki með mér,
hleypur í kekki og hnút.
Við syngjum saman: Popplag í G-dúr.
Við syngjum: Popplag í G.
Við syngjum: Popplag í G-dúr.
Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta að syngja svona
popplag í G-dúr, popplag í G.
Lag og texti: Valgeir Guðjónsson