Fara í efni

Lína langsokkur

Til baka í söngbók

Lína langsokkur

 

Hér skal nú glens og gaman
við getum spjallað saman.
Gáum hvað þú getur
vinur, gettu hver ég er.
Verðlaun þér ég veiti
ef að veistu hvað ég heiti.
En vaðir þú í villu
þetta vil ég segja þér.

 

Hér sérðu Línu langsokk,
tralla hó, tralla hei, tralla hoppsasa.
Hér sérðu Línu langsokk
já, líttu það er ég.

 

Og þú sérð minn apa
minn sæta, fína, litla apa.
Herrann Níels heitir
já, hann heitir reyndar það.
Hérna höll mín gnæfir
við himin töfraborg mín gnæfir.
Fannstu annan fegri
eða frægðarmeiri stað?

 

Hér sérðu Línu langsokk,
tralla hó, tralla hei, tralla hoppsasa.
Hér sérðu Línu langsokk
já, líttu það er ég.

 

  

Þú höll ei hefur slíka
ég á hest og rottu líka
og kúfullan af krónum
einnig kistil á ég mér.
Verið allir vinir,
velkomnir - einnig hinir.
Nú lifað skal og leikið
nú skal líf í tuskum hér.

 

Hér sérðu Línu langsokk,
tralla hó, tralla hei, tralla hoppsasa.
Hér sérðu Línu langsokk
já, líttu það er ég.

 

Lag: Jan Johansson
Texti: Kristján frá Djúpalæk