Fara í efni

Heim

Til baka í söngbók

Heim

Heim

 Instrumental á spotify

Í augum þeirra sem mæta mér
leynist mósaík minninga,
óteljandi myndir af gleði og sorgum
af þeim aðeins lítil brot þú sérð
 
Ég leita að leiðinni heim, við leitum að leiðinni heim
það heyja allir sálarstríð
Í einmanaleikans byl
við getum öll hjálpað til
þá lifnar þitt hjarta við.
 
Á hlýrri sumarnóttu
fagurt brosið dáleiddi mig.
Augun full af skilningi, ástríðu og ótta
ótta við að finna aftur til
 
Ég leita að leiðinni heim, við leitum að leiðinni heim
það heyja allir sálarstríð
Í einmanaleikans byl
við gætum öll hjálpað til
þá lifnar kannski hjartað við
 
Ef gæfan blæs okkur í hag
ég læt sem ekkert vont sé að
en stundum dimmir hratt
og myrkrið hylur dag
 
Ég leita að leiðinni heim, við leitum að leiðinni heim
það heyja allir sálarstríð
Í einmanaleikans byl
við getum öll hjálpað til
þá lifnar kulið hjarta við
við saman gætum hjálpað til

Lag og texti: Þórunn Erna Clausen