Eyjafjörður er fagur
Eyjafjörður er fagur
Eyjafjörður er fagur,
Eyjafjörður er fagur,
lokkar fjöllin til sín.
Gróðri vafinn er bærinn,
aldrei vellíðan dvín.
Okkur minnir á perlu
sem hér merlar og skín.
Milli heiðar og Súlna,
þar er heimabyggð mín.
Hér er Pollurinn logntær
prúðum vordegi á,
en á óveðursstundum
býsna úfinn að sjá.
Og í aftöku frostum
ísilagður er þá,
svo á ganghröðum skautum
þarna gamna sér má.
Gamli bærinn í Fjöru
neðan brekkunnar er,
efra garðurinn græni,
glóir blómknappur hver.
Sér í Kaldbak í norðri,
hvíta kórónu ber.
Milli algrænna sveita
hérna uni ég mér.
Lag: Jón Ásgeirsson
Texti: Stefán Vilhjálmsson