Fara í efni

Bráðum koma jólin (Skín í rauða skotthúfu)

Til baka í söngbók

Bráðum koma jólin (Skín í rauða skotthúfu)

Skín í rauðar skotthúfur 
skugga langan daginn,
 jólasveinar sækja að 
sjást um allan bæinn. 
Ljúf í geði leika sér 
lítil börn í desember, 
inn í frið' og ró, út´í frost og snjó 
því að brátt koma björtu jólin, 
bráðum koma jólin.

 

Uppi á lofti, inni í skáp 
eru jólapakkar, 
titra öll af tilhlökkun 
tindilfættir krakkar. 
Komi jólakötturinn 
kemst hann ekki´ í bæinn inn, 
inn' í frið og ró, út´ í frost og snjó, 
því að brátt koma björtu jólin, 
bráðum koma jólin.

 

Stjörnur tindra stillt og rótt, 
stafa geislum björtum. 
Norðurljósin loga skær 
leika á himni svörtum. 
Jólahátíð höldum vér 
hýr og glöð í desember 
þó að feyki snjó þá í friði og ró 
við höldum heilög jólin 
heilög blessuð jólin.

Lag: Franskt þjóðlag
Texti: Friðrik Guðni Þórleifsson