Fara í efni

Aðfangadagskvöld

Til baka í söngbók

Aðfangadagskvöld

Nú er Gunna á nýju skónum, nú eru að koma jól,
Siggi er á síðum buxum, Solla' í bláum kjól.
Solla' í bláum kjól, Solla' í bláum kjól,
Siggi er á síðum buxum, Solla' í bláum kjól.

 

Mamma er enn í eldhúsinu eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa upp á stærðar fat.
Upp á stærðar fat, upp á stærðar fat,
indæla steik hún er að færa upp á stærðar fat.

 

Pabbi enn í ógnar basli á með flibbann sinn.
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast 
flibbahnappinn minn".
"Flibbahnappinn minn, flibbahanppinn minn,"
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast 
flibbahnappinn minn".

 

Kisu er eitthvað órótt líka, út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi.
Er svo lokkandi, er svo lokkandi,
ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi.

 

Jólatréð í stofu stendur, stjórnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum, 
gul og rauð og blá.
Gul og rauð og blá, gul og rauð og blá,
kertin standa á grænum greinum, 
gul og rauð og blá.

Lag og texti: Ragnar Jóhannesson