Yngismeyjar og klækjakvendi
08.05.2019
Yngismeyjar og klækjakvendi
Lokaverkefni Sædísar Gunnarsdóttir í Skapandi Tónlist eru tónleikar sem bera nafnið Yngismeyjar og klækjakvendi. Sædís heldur tónleikana fimmtudaginn 9. maí kl. 18:00 í Naustinu í Hofi.
Á efnisskránni verða söngleikjalög úr ýmsum áttum sem hafa verið hluti af námi Sædísar í skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri. Dætur Sædísar, Una og Eik verða með á píanó og söng. Einnig spilar Helga María á selló og og Katrín Karítas á fiðlu.