Framhaldsprófstónleikar Fanney Rytmískur söngur
Framhaldsprófstónleikar Fanney Rytmískur söngur
Það er með mikillin ánægju og gleði að hún Fanney Kristjáns Sigurlaugardóttir sé fyrsti söngnemandinn sem útskrifast í Rytmískum söng hér í Tónlistarskóla Akureyrar.
Óskum við henni hjartanlega til hamingju með áfangan og velfarnaðar í framtíðinni.
Leikin verða vel valin íslensk og erlend djasslög ásamt útsetningum á þekktum íslenskum sönglögum og frumsömdu efni. Fanney hefur stundað söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri undir handleiðslu Þórhildar Örvarsdóttur nú í vetur og er fyrsti nemandinn sem útskrifast í rytmískum söng frá skólanum.
Fanney byrjaði að læra söng í grunnskóla og fór í eitt ár í Söngskólann í Reykjavík að loknum framhaldsskóla en fór fyrir alvöru að læra rytmískan söng árið 2010 í Tónlistarskólanum á Húsavík. Á árunum 2011- 2015 stundaði hún nám í söng og tónlistarkennslu við Tónlistarskóla FÍH.
Söngkennarar Fanneyjar eru í tímaröð: Robert Faulkner, Hulda Björg Víðisdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir, Björk Jónsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Gísli Magnason og Þórhildur Örvarsdóttir.
Hljómsveitina skipa:Anna Gréta Sigurðardóttir - píanóHalldór G. Hauksson - trommurStefán Gunnarsson - bassiKristján Edelstein - gítar
Lögin verða sungin á íslensku, enda er það sérstakt áhugamál Fanneyjar að varðveita og efla íslenska söngmenningu.
Aðgangur er ókeypis.