Fara í efni

Víkingur Heiðar

Víkingur Heiðar

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er Íslendingum að góður kunnur. Hann heldur tónleika 5. febrúar 2012 kl. 15 í aðalsal Hofs, Hamraborg. Þar leikur hann m.a. verk eftir Jón Hlöðver Áskelsson fyrrum skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri. Starfsfólk, kennarar og nemendur TA fá miða á tónleika á sérstöku tilboðsverði, almennt verð er kr. 4.900 en tilboðsverð TA er kr. 2.900.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari heldur tónleika 5. febrúar 2012  kl. 15 í aðalsal Hofs, Hamraborg. 
Á tónleikunum frumflytur Víkingur Heiðar sex píanólög eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Einnig flytur hann úrval glæsilegra einleiksverka og eigin útsetningar á íslenskum sönglögum eftir Pál Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og fleiri höfunda.

Starfsfólk, kennarar og nemendur TA fá miða á tónleika á sérstöku tilboðsverði, almennt verð: 4.900 kr, TA: 2.900.


Nánari upplýsingar og miðapantanir í miðasölu Hofs, alla virka daga kl. 13-19 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið midasala@menningarhus.is.