Fara í efni

Vetrarferð Schuberts - smáinnsýn í meistaraverk

Vetrarferð Schuberts - smáinnsýn í meistaraverk

Í tengslum við tónleika Kristins Sigmundssonar og Víkings Heiðars Ólafssonar mun Tónlistarskólinn á Akureyri bjóða upp á kynningu á Vetrarferð Schuberts í myndum, tali og tónum þriðjudaginn 29. nóvember.




Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á kynningu á Vetrarferð Schuberts í myndum, tali og tónum í Hömrum Hofi, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 17.00-19.00.


Michael Jón Clarke og Daníel Þorsteinsson munu leiða áheyrendur í gegnum þetta magnaða tónverk, en laugardaginn 3.desember kl 15 verða tónleikar í Hofi þar sem Kristinn Sigmundsson barítónsöngvari og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari flytja það í heild sinni.



Aðgangur ókeypis og öllum opinn.