Fara í efni

Vegna yfirvofandi verkfalls

Vegna yfirvofandi verkfalls

Eins og flestir vita þá hefur KÍ boðað verkfallsaðgerðir í Tónlistarskólanum á Akureyri auk 5 framhaldsskóla frá miðnætti í kvöld til miðnættis 4. apríl. Samninganefndir sitja nú við og reyna að finna lausn, við vonum það besta en verðum að undirbúa okkur fyrir það versta.

Ef til verkfalls kemur fara allir kennarar sem eru í KÍ í verkfall, skólastjóri og aðstoðarskólastjóri eru þó á undanþágulista og mæta til vinnu.

Nokkrir kennarar eru í öðrum verkalýðsfélögum og munu kenna. Þetta eru eftirtaldir kennarar:

Andrea Gylfadóttir söngur
Hallgrímur Jónas Ómarsson (Halli), gítar, skapandi hljóðvinnsla, kvikmyndahljóð og RTD band
Ívar Aðalsteinsson tónfræði, hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsaga
Kjartan Ólafsson franskt horn
Ludvig Kári Forberg píanó, hljómborð, tónfræði, tónheyrn og hljómfræði
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgel
Tómas Leó Halldórsson rafbassi

Undirleikur rytmískrar hljómsveitar á fimmtudögum verður þar sem Halli og Tómas Leó eru báðir í kennslu. Allur annar undirleikur fellur niður.

Allt hljómsveitarstarf fellur niður fyrir utan RTD hljómsveit hjá Halla.

Nemendum þeirra kennara sem eru í verkfalli er ekki heimilt að æfa sig í skólanum á meðan á verkfalli stendur.

Eins og áður hefur komið fram verða skólastjóri og aðstoðarskólastjóri ekki í verkfalli og það sama gildir um Fanneyju verkefnisstjóra á skrifstofu. Athugið að kennarar í verkfalli geta ekki svarað vinnutengdum póstum.

Nýjustu fréttir benda til að það sé einhver hreyfing á hlutunum í Karphúsinu og vonandi ná samninganefndir saman sem fyrst svo hægt sé að afstýra verkföllum.

Kær kveðja úr tónlistarskólanum ykkar.

Tónlistarskólinn á Akureyri
Una Björg Hjartardóttir