Fara í efni

"Vaka yfir værri brá" - Lög úr íslenskum leikritum

"Vaka yfir værri brá" - Lög úr íslenskum leikritum

Sædís Gunnarsdóttir, nemandi í skapandi tónlist,  heldur tónleika í Hömrum föstudaginn 27. apríl klukkan 17:00 með lögum úr íslenskum leikritum.

Sædís segir:

"Í vetur hef ég verið í námi í Skapandi tónlist hér við Tónlistarskólann á Akureyri, hjá Þórhildi Örvarsdóttur og fleirum.  Verkefni vetrarins var að skoða íslenska leikhústónlist og halda tónleika samhliða þeirri vinnu.  Þema tónleikanna er vögguvísur og tregaljóð í íslenskum leikritum og eru öll lögin (fyrir utan eitt) frumsamin fyrir leikrit.  Ég er svo heppin að hafa fengið með mér einvala hlið hljóðfæraleikara, Kristján Edelstein á gítar, Hauk Pálmason á slagverk og Ásdísi Arnardóttur á kontrabassa.  Einnig munu dætur mínar Una og Eik aðstoða móður sína í nokkrum laganna.  Tónleikarnir verða í Hömrum í Hofi og hefjast kl. 17.00 föstudaginn 27. apríl."

Aðgangur er ókeypis, og við hvetjum alla til að mæta á þessa skemmtilegu tónleika.