Alþjóðleg kvikmyndatónlist í Hofi
Alþjóðleg kvikmyndatónlist í Hofi
SinfoniaNord hefur undanfarin nokkur ár spilað inn á upptökur á tónlist fyrir alþjóðlegar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Nú um helgina 6. og 7. janúar voru upptökur á tónlist Atla Örvarssonar fyrir kvikmyndina Ploey - You Never Fly Alone.
Atli Örvarsson, fyrrum nemandi tónlistarskólans, bjó í og starfaði sem kvikmyndatónlistartónskáld í Los Angeles árum saman áður en hann flutti heim til Akureyrar. Eftir að hann flutti heim hefur hann nýtt mannauðinn og aðstöðuna hér í Hofi í störfum sínum í töluverðum mæli. Þó nokkrir kennarar tónlistarskólans taka þátt í þessum upptökum, bæði sem hljóðfæraleikarar og tæknimenn. Einnig hafa nemendur og fyrrum nemendur skólans komið að þessum verkefnum.
Á myndinni má sjá, ásamt fleiru góðu fólki, kennara skólans, þau Martein Jakob Ingvason Laszars fiðluleikara, Eydísi S. Úlfarsdóttur víóluleikara, og Ásdísi Arnardóttur sellóleikara, sem öll eru kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri.