Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands með tónleika
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands með tónleika
Sunnudaginn 24. september hélt Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands sína árlegu tónleika í Hörpu þar sem flutt var stórvirkið Symphonie fantastique eftir Hector Berlioz undir stjórn Nathanaël Iselin. Ungsveitina skipa um 100 ungmenni sem valin voru til þátttöku eftir prufuspil og hafa verið á stífum æfingum síðustu vikur.
5 núverandi nemendur Tónlistarskólans á Akureyri tóku þátt nú í ár: Júlíana Valborg Þórhallsdóttir og Katrín Róbertsdóttir fiðluleikarar, Helga Björg Kjartansdóttir víóluleikari, Mahaut Matharel hörpuleikari og Matiss Leo Meckl pákuleikari. Þátttaka í þessu verkefni þýddi að þau þurftu að vera fyrir sunnan í tvær vikur og kunnum við skólunum þeirra bestu þakkir fyrir að gefa þeim leyfi en Katrín og Mahaut eru í VMA og Helga Björg og Júlíana í MA. Matiss lauk stúdentsprófi af tónlistarkjörsviði MA og TA síðasta vor og undirbýr nú framhaldspróf á slagverk vorið 2024.
Í Ungsveitinni að þessu sinni voru líka 3 fyrrverandi nemendur Tónlistarskólans á Akureyri; Diljá Finnsdóttir og Katrín Karítas Viðarsdóttir víóluleikarar og Ingunn Erla Sigurðardóttir trompet.
Til hamingju öll!
myndin er fengin að láni af fb síðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands