Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands hélt tónleika í gær í Eldborg þar sem flutt var Sinfónía nr. 2 eftir Sergei Rakhmanínov undir stjórn Kornilios Michailidis. Segja má að Ungsveitin sé einskonar ungmennalandslið í klassískri tónlist og eru þátttakendur valdir inn með prufuspili.
Þessi sinfónía er gullfalleg en mjög krefjandi og var ótrúlegt að heyra frammistöðu sveitarinnar þar sem ekkert var gefið eftir af gæðakröfum.
Tveir núverandi nemendur Tónak tóku þátt í ár, þau Helga Björg Kjartansdóttir víóluleikari og Matiss Leo Meckl slagverksleikari en þau eru bæði nemendur á tónlistarkjörsviði MA. Þessi "keppnisferð" kallaði á það að þau dveldu meira og minna í Reykjavík síðustu tvær vikur og erum við og þau þakklát Menntaskólanum á Akureyri fyrir að greiða götu þeirra og gefa þeim leyfi frá skóla.
Til viðbótar við þessa tvo núverandi nemendur áttum við hvorki meira né minna en sex fyrrverandi nemendur í hljómsveitinni að þessu sinn. Það eru þær Ingunn Erla Sigurðardóttir trompet, Sólrún Svava Kjartansdóttir fiðla, Diljá Finnsdóttir víóla, Katrín Karítas Viðarsdóttir víóla, Helga María Guðmundsdóttir selló og Rún Árnadóttir selló en þær stunda allar nám við Listaháskóla Íslands.
Til hamingju krakkar, við erum mjög stolt af ykkur!