Um 600 manns á skólasetningu
05.09.2010
Um 600 manns á skólasetningu
Skólasetning Tónlistarskólans á Akureyri gekk vel en mættu um 600 manns á tónleika kennara og skólasetningu. Þröng var á
þingi
á þriðju hæðinni þegar foreldrar og nemendur hittu kennara sína til þess að raða niður tímum fyrir veturinn en ekki hafði
verið búist við svona miklum fjölda á athöfnina en að sögn formanns Félags tónlistarskennara Sigrúnar Grendal er slíkur
fjöldi á skólasetningu íslandsmet. Tónleikarnir vöktu þó mikla lukku meðal viðstaddra og fengu nemendur að berja nýja
kennara skólans augum en píanóleikarinn Risto Laur frá Eystlandi og Kontrabassa-/Gítarleikarinn Martin Klein frá Berlín voru kynntir nemendum og
foreldrum í fyrsta sinn. Þriðji nýliðinni í kennaraliðinu, slagverksleikarinn Rodrigo Lopez mun hefja störf við skólann í
næstu viku en Rodrigo hefur tafist af óviðráðanlegum orsökum í heimalandi sínu Brasilíu. Rodrigo mun starfa við sérstakan Samba
skóla innan tónlistarskólans og vinna að því að undirbúa skrúðgöngur á 17. júní og sjómannadaginn
næsta sumar í karneval stíl.