Fara í efni

Tveir fyrrum nemar Tónó tilnefndir til íslensku tónlistarverðlaunanna

Tveir fyrrum nemar Tónó tilnefndir til íslensku tónlistarverðlaunanna

Tilkynnt hefur verið hverjir það eru sem hljóta tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2018.  Flestar tilnefningar hljóða Auður, Vladimar, GDRN, Jónas Sig, Víkingur Heiðar, Sunna Gunnlaugs, Umbra, Anna Þorvaldsdóttir, JóiPé og Króli, Herra Hnetusgmjör og Gyða Valtýsdóttir.

Við hér í Tónlistarskólanum erum sérlega ánægð með að tveir af okkar fyrrum nemendum hljóta tilnefningar í ár, en það eru þær Sunna Friðjóns, sem er tilnefnd fyrir plötu sína Enclose í opnum flokki, og Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir, eða Kjass, sem er tilnefnd fyrir plötu sína Rætur, einnig í opnum flokki.

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með tilnefningarnar.

Kjass á Spotify:

Sunna Friðjóns á Spotify:

Nánar um íslensku tónlistarverðlaunin