Fara í efni

Tréblásaradagurinn

Tréblásaradagurinn

Tréblásaradagurinn var haldinn sunnudaginn 13. október.

 

Tuttugu nemendur tóku þátt í deginum. Æfð voru samspil þvert á hljóðfærin, Michael Weaver hélt námskeið í inntónun á meðan yngri nemendurnir hlupu um allt húsið í ratleik.

Gaman var hversu yngri og eldri nemendur náðu vel saman og studdu hvort annað.

 

Deginum lauk á tónleikum í Hömrum þar sem leikin voru lögin sem æfð höfðu verið ásamt fleiri atriðum. Fullur salur af áhorfendum og allir mjög sáttir með daginn!

 

Kennararnir Michael Weaver og Petrea Óskarsdóttir stóðu að þessum degi og Adrienne Davis frá Tónlistarskóla Húsavíkur kom einnig til aðstoðar og sér til símenntunar.