Tónlistarskólinn kennir eingöngu í fjarkennslu
Tónlistarskólinn kennir eingöngu í fjarkennslu
Kæru nemendur og forráðamenn!
English below
Eftir að hafa rætt við fræðslustjóra hefur verið tekin sú ákvörðun að öll einkakennsla muni fara fram í fjarkennslu frá og með þriðjudegi 24. mars. Í ljósi aðstæðna og með hertu samkomubanni sjáum við okkur ekki annað fært.
Þetta er gert í þeim tilgangi að reyna að tryggja öryggi kennara og koma í veg fyrir hugsanlegt smit til nemenda sem eru hólfaðir niður í grunnskólum og leikskólum. Vert er að hafa í huga að ef upp kemur smit í skólanum okkar þá getur það haft margfeldisáhrif meðal nemenda sem eru undir ströngum fyrirmælum um að eiga ekki samskipti við nemendur í öðrum hópum, hvort sem er innan síns skóla eða utan. Ákvörðunin nær einnig til allra framhaldsskólanemenda.
Kennarar munu hafa samband við sína nemendur fljótlega og ákveða framhaldið. Þeir nemendur sem eru að ljúka framhaldsprófum eða verða að ljúka miðprófi í vor til að geta klárað stúdentspróf eru okkur ofarlega í huga og munum við gera allt sem við getum til að þau geti haldið áætlun.
Menningarhúsið Hof er jafnframt lokað fyrir utanaðkomandi frá og með þriðjudeginum 24. mars.. Nemendur geta ekki nýtt sér æfingaaðstöðu í skólahúsnæðinu á meðan á samkomubanni stendur, jafnvel þó þeir séu með nemendalykla. Kennarar geta enn nýtt sér vinnuaðstöðu þar.
Ef þið þarfnist frekari útskýringa hafið þá samband við kennara ykkar eða skrifstofu skólans.
As of March 24th we will teach online only to comply with the current gathering ban. Your teacher will contact you soon and together you will decide how to proceed. Hof is also closed from March 24th, and students are not able rehearse there, but teachers are able do work. Don´t hesitate to contact your teacher or the office if you need further explanation.