Fara í efni

Tónleikar í Hamraborg

Tónleikar í Hamraborg

Í gær kom til Akureyrar færeysk lúðrasveit, í tengslum við verkefni sem Tónlistarskólinn á Akureyri er að vinna í samstarfi við Tónlistarskóla Færeyja. Í morgun æfðu nemendur úr Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri með færeysku lúðrasveitinni og í kvöld kl. 21.00 mun sameiginleg hljómsveit, skipuð um 100 hljóðfæraleikurum, spila á tónleikum í Hamraborg í Hofi. 

Það er fyrrum stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Bernharður Wilkinson, sem hefur tekið að sér að stjórna þessari risasveit á tónleikunum í kvöld. 

Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.