Tónleikar í Davíðshúsi
29.11.2022
Tónleikar í Davíðshúsi
Sunnudaginn 11. desember kl. 16:00 verða haldnir tónleikar í Davíðshúsi þar sem nokkrir nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri koma fram.
Í Davíðshúsi er glæsilegur flygill sem nýlega var gerður upp og á tónleikunum verður leikið á hann í fyrsta skipti eftir þær viðgerðir.
Tónleikarnir eru í beinu framhaldi af Litlu ljóðahátíðinni sem stendur yfir í Davíðshúsi dagana 9. og 10. desember og lesa má um hér.
Aðgangur ókeypis, öll velkomin !