Fara í efni

Tónak nemendur með Ungsveit SÍ

Tónak nemendur með Ungsveit SÍ

Nú um helgina voru hinir árlegu tónleikar Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands en þar leikur ungt tónlistarfólk sem tekið hefur þátt í hljómsveitarnámskeiði og má segja að þetta sé ungmennalandsliðið í klassískri tónlist. Í ár fluttu þau níundu sinfóníu Antoníns Dvořák, Sinfóníu úr nýja heiminum, ásamt Fanfare eftir Aaron Copland undir stjórn Nathanaël Iselin.


Tónlistarskólinn á Akureyri átti þar þrjá fulltrúa en það eru þau Elías Dýrfjörð kontrabassaleikari, Helga Björg Kjartansdóttir víóluleikari og Katrín Róbertsdóttir fiðluleikari. Einnig léku með tveir fyrrum nemendur okkar, þær Ingunn Erla Sigurðardóttir trompetleikari sem útskrifaðist frá TónAk 2021 og Íris Orradóttir klarínettuleikari sem útskrifaðist frá Tónak 2022.

 

Til hamingju með glæsilega tónleika!

 

Meðfylgjandi mynd er fengin af fb síðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands