Fara í efni

Tólf Tóna Kortérið - Emil

Tólf Tóna Kortérið - Emil

Laugardaginn 15. maí hefur tónleikaröðin TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ göngu sína á Listasafni Akureyrar!
Slagverks- og trommukennarinn okkar, Emil Þorri Emilsson, frumflytur verk sitt TILVILJUN fyrir blandað slagverk og rafhljóð á þessum fyrstu tónleikum TÓLF TÓNA KORTÉRSINS.

Eins og nafnið ber með sér eru tónleikarnir kortérs langir, og kjörið tækifæri fyrir forvitna og/eða tónelska nemendur til að kynnast frábærri framúrstefnulegri tónlist! Í leiðinni má kanna leyndardóma Listasafnsins...
Á röðinni í ár munu svo þrír aðrir kennarar TA koma fram á þrennum tónleikum til að leika frumsamin tónverk og ýmis nýstárleg hljóð/tóna. Meir um það síðar!
 
Tónleikarnir verða tvíteknir, kl. 15:00-15:15 og 16:00-16:15.
Aðgangur er ókeypis fyrir 18 ára og yngri en fullorðnir borga aðgangseyri að Listasafninu.
Þetta verður fjör, sjáumst þar!!!