Fara í efni

Þorgerðartónleikar

Þorgerðartónleikar

Þorgerðartónleikar Tónlistarskólans á Akureyri verða í Hömrum, Hofi miðvikudaginn 19. mars næstkomandi kl 20:00. Á tónleikunum koma fram nemendur á framhaldsstigi og er óhætt að lofa fjölbreyttum og skemmtilegum tónleikum. Aðgangur er ókeypis en tekið við frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð.

Þorgerður Eiríksdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febrúar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlistarfélagi Akureyrar minningarsjóð, til að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms. Eru tónleikar helsti vettvangur til að styrkja sjóðinn, auk þess sem sjóðurinn hefur tekjur af sölu minningarkorta.

 

Hér eru frekari upplýsingar um Þorgerði og sjóðinn:

https://www.tonak.is/is/skolinn/minningarsjodur-thorgerdar-s-eiriksdottur