Þorgerðartónleikar
12.03.2009
Þorgerðartónleikar
Tónleikar til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur voru haldnir 11. mars í Ketilhúsinu. Þar komu fram 18 nemendur
úr ýmsum deildum á framhaldsstigi. Á tónleikunum komu fram pianónemendur, fiðlunemendur, sellónemendur,
harmónikkunemendur og
söngnemendur.
Þorgerður var í framhaldsnámi í London er hún dó og minningarsjóður um hana var stofnaður 1973 eða ári eftir
að hún lést af aðstandendum hennar, tónlistarskólanum og tónlistarfélagi Akureyrar. Fjölmargir tónlistarmenn úr
tónak hafa fengið styrk úr Þorgerðarsjóði í gegnum tíðina frá 1977 og má þar nefna; Hörð Áskelsson,
Kristinn Örn Kristinsson, Þórarinn Stefánsson, Þóri Jóhansson, Þórunni Ósk Marinósdóttur, Geir Rafnsson, Borgar
Magnason, Björgu Þórhallsdóttur og marga fleiri.