Strengjamót á Selfossi
Strengjamót á Selfossi
Síðastliðna helgi var haldið stórt strengjamót á Selfossi þar sem strokhljóðfæranemendum alls staðar af landinu var boðið að taka þátt. Um 250 börn og unglingar mættu á svæðið, þar af 16 nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri ásamt fararstjórum og 3 kennurum. Þátttakendum var skipt í fjórar hljómsveitir eftir því hvar þau eru stödd í námi og í mótslok voru haldnir tónleikar þar sem allir hópar spiluðu
Veðurviðvaranir settu strik í reikninginn og var mótið stytt í annan endan og klárað um kvöldmatarleytið á laugardag. Boðið var upp á pizzu og smá diskó eftir tónleika en síðan brunuðu þátttakendur til síns heima og okkar fólk komst heilu og höldnu heim áður en óveðrið skall á.
Næsta strengjamót verður síðan haldið hér á Akureyri að ári liðnu.
Hér má sjá smá umfjöllun og myndir frá mótinu.