Fara í efni

Stórsveitin leikur jóladjass í grunnskólum

Stórsveitin leikur jóladjass í grunnskólum

Stórsveit tónlistarskólans fór á vegum Stefáns Ingólfssonar deildarforseta í stutta tónleikaferð um grunnskóla bæjarins.  Sveitin lék sjóðheitan jóladjass undir stjórn Alberto Carmona og vakti mikla lukku, bæði hjá nemendum og kennurum.  Tónlistarskólinn er á höttunum eftir ungum og hressum krökkum til að taka þátt í blásarasveitum skólans en fyrirhugaðar eru nokkrar tónleikaferðir bæði innan lands og utan á næstu misserum.  Hér að neðan ber að líta umfjöllun sjónvarpsstöðvarinnar N4 um framtakið .