Stórsveit Tónak í Hlíð
08.12.2010
Stórsveit Tónak í Hlíð
Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri spilaði í gærkvöldi fyrir eldriborgara á dvalarheimilinu Hlíð við
Þórunnarstræti. Sveitin spilaði í bland róleg og falleg sem og
fjörug og kröftug jólalög og reyndi þannig með sem bestu móti að færa jólaandann yfir allt og alla og gleðja
íbúana. Hlustendur kunnu vel að meta heimsókninga og tónlistina.
Stórsveitin kom enn og aftur fram með Helgu Maggý Magnúsdóttur og Rakel Sigurðardóttur sem söngkonum undir stjórn Alberto Carmona.
Komandi mánudag verða svo tónleikar í Hömrum þar sem Stórsveitin og Grunnsveit tónlistarskólans taka hönum saman og spila á
árlegum jólatónleikum blásarasveita. Foreldrafélagið mun eftir tónleikana vera með kaffisölu til fjáröflunar fyrir
Færeyjarferð sem stefnt er á að fara í May 2011.
Þ.e. um að gera að drífa sig nú á fjöruga blásarasveitartónleika í Hömrum kl 18:00 mánudaginn 13. des :)