Fara í efni

Spænsk Ástríða!

Spænsk Ástríða!

Leiklestur númer þrjú í leiklestraröð LA fer fram miðvikudagskvöldið 7. apríl kl. 20.00 í Samkomuhúsinu. Nemendur og kennarar í Tónlistarskólanum á Akureyri munu koma fram og leika tónlist í anda verkanna sem leiklesin verða. 








Leiklesturinn 7. apríl verður kl. 20.00 í Samkomuhúsinu og yfirskrift hans er: Spænsk ástríða!

Leikarar hjá LA leiklesa kafla  úr verkum Frederico Garcia Lorca.
Fjallað verður um þennan spænska höfund sem samdi fjölda verka en dó langt fyrir aldur fram, aðeins 38 ára gamall.
Lesnir verða  valdir kaflar úr leikritinu 
Bodas de Sangre eða Blóðbrúðkaupi. Einnig verður lesið upp úr ljóðabálknum "Sígaunaljóð".

Spænski snillingurinn Alberto Carmona sér um tónlistina og leiðir Tangó band.
 
Rósir, ljóð, og spænskir gítartónar.
Miðaverð aðeins 500 krónur!

Miðar seldir í síma 4 600 200 kl. 13.00-17.00 og hér á heimasíðunni. Á síðasta leiklestri var mikið fjör! Hvetjum alla til að mæta og njóta heitrar kvöldstundar í gamla Samkomuhúsinu!