Söngsaga íslands í tali og tónum
12.05.2022
Söngsaga íslands í tali og tónum
Þann 17. maí kl. 17:30 flytja nemendur klassískar söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri fjölbreytta dagskrá í Hömrum þar sem farið er yfir söngsögu Íslands í tali og tónum.
Daníel Þorsteinsson leikur með á píanó og er aðgangur ókeypis. Vonumst til að sjá sem flesta unnendur söngtónlistar.