Fara í efni

Söngnemendur skólans að standa sig vel.

Söngnemendur skólans að standa sig vel.

Ótrúlega margir fyrrverandi söngnemendur skólans eru við söngnám í erlendum og innlendum tónlistarskólum, og standa sig með mikilli prýði.
Björg Þórhallsdóttir: "Má þar helst nefna fjölda tónleika jafnt hérlendis sem erlendis með Elísabetu Waage hörpuleikara. Við munum m.a. koma fram á Listasumri á Akureyri, Sumartónleikum í Hóladómkirkju, á þrennum tónleikum á Vestfjörðum, tónleikum í Reykjavík og Mývatnssveit o.fl. Þá verðum við fulltrúar Íslands á norrænu menningarhátíðinni NICE sem fram fer í Liverpool í nóvember og munum einnig koma fram á tónleikum í tengslum við hátíðina í amk 5 borgum á Norður Englandi. Þá má geta þess að undirritaðri hefur verið boðið að syngja á Anfield Road leikvangi Liverpool fótboltafélagsins í tengslum við hátíðina í nóvember og flytja baráttusöng félagsins: You'll Never Walk Alone.  Ýmislegt fleira er svo enn á skipulagsstigi."
Nýlega fengum við frétt frá Svíþjóð þar sem Margét Brynjarsdóttir  tók tónleikapróf um daginn og setti met, hæsta einkunn á söngprófi í sögu skólans.
Allir prófdómararnir sögðu að þetta hefðu verið bestu nemendatónleikar sem þeir hefðu farið á!
Unnur Helga Möller komst á sínum tíma inn í Mozarteum í Saltzburg sem er gífurlega eftirsóttur skóli "Núna í augnablikinu er ég í Salzburg, í Mozarteum að læra hjá Mörthu Sharp, og gengur bara vel. Þess má til gamans geta að ég er ein af 20 sem var valin inn úr ca. 350 manna hópi."
Eyrún Unnarsdóttir er í Vín-"Ég er syngja á seinasta ári af fjórum í söngdeild tónlistarháskólans í Vínarborg. Eftir það fer ég í tveggja ára langa óperudeild og jafn langa Ljóðadeild
Ég komst í fyrstu tilraun og hafi verið ein af þeim 10 sem voru tekin inn það árið en um 300 manns reyndu við inntökuprófið."
Sólbjörg Björnsdóttir er í Utrecht í Hollandi-"Fór í inntökpróf hérna úti í júní á síðasta ári. 
Það voru um 87 umsækjendur í söngdeildina þetta árið og vorum við 15 sem komumst að. Ég hóf undirbúningsnám fyrir
masters-deildina 1. september hér í Hogheschool voon de Kunsten í
Utrecht eða HKU og er að læra hjá Dobrinka Yankova. 
 


Aðrir fyrirverandi nemendur hafa svipaða sögu að sega, t.d. Rósa Kristín Baldursdóttir  ,Lilja Guðmundsdóttir, Heimir Bjarni Ingimarsson, Arnbjörg Jónasdóttir, Þórhildur Örvarsdóttir. 
Margir fyrirverandi nemendur og núverandi nemendur söngdeildar starfa í Kammerkór Norðurlands og Hymnódíu og báðir þessir kórar hafa að undanförnu vakið gífurlegu athygli á landvísu.  Hymnodia fékk boð til Sviss efitir að heyrt hafði í þeim syngja s.l. sumar.
Helena Bjarnadóttir, Sigrún Arngrímsdóttir og Eydís Úlfarsdóttir syngja nú einsöng með S.N á næstunni og svo má
ekki gleyma fyrirverandi nemendur skólans eins og Kristján Jóhannsson....