SN Mozart go Haydn
30.09.2014
SN Mozart go Haydn
Haydn og Mozart voru góðir vinir og höfðu sterk áhrif hvor á annan, enda snillingar báðir tveir sem ögruðu samtímafólki sínu og mótuðu tónlistarsöguna m.a. með ástríðu sinni og kjarki til að fara nýjar leiðir.
Haydn og Mozart voru góðir vinir og höfðu sterk áhrif hvor á annan, enda snillingar báðir tveir sem ögruðu samtímafólki sínu og mótuðu tónlistarsöguna m.a. með ástríðu sinni og kjarki til að fara nýjar leiðir. Tónlist þessara meistara spannar allan tilfinningaskalann, allt frá léttleika til djúprar ástríðu. SN hyllir þessa tvo snillinga tónlistarsögunnar með metnaðarfullri efnisskrá þar sem einleikarnir Ella Vala Ármansdóttir og Helgi Þ. Svavarsson koma fram undir stjórn Daníels Bjarnasonar tónskálds sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína hérlendis og erlendis.