Slagharpan syngur
Slagharpan syngur
Um síðast liðna helgi fór fram í Reykjavík og Kópvogi hátíð íslenskrar píanótónlistar, Slagharpan syngur, á vegum Listaháskóla Íslands. Þar fluttu íslenskir píanóleikarar á ýmsum aldri íslenska píanótónlist frá ýmusm tímum allt frá fyrstu píanóverkunum til dagsins í dag.
Þórarinn Stefánsson og Alexander Edelstein sem báðir kenna við Tónlistarskólann á Akureyri, frumfluttu Nóvelettu fyrir tvö píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem samið hefur verið um aldamótin 1900. Þórarinn kynnti einnig heildarútgáfu sína af píanóverkum Sveinbjörns á nótum en einnig á tvöföldum geisladiski. Þá frumflutti Þórarinn einnig tvö ný píanóverk frá 2021 sem Haflði Hallgrímsson tileinkaði Þórarini.
Þetta var í annað sinn sem hátíð íslenskrar píanótónlistar er haldin en hún fór fyrst fram árið 1992 að frumkvæði kennara við Tónlistarskólann á Akureyri.