Skólabyrjun 2020
Skólabyrjun 2020
Vegna sóttvarnaráðstafana sjáum við okkur ekki fært að hafa hefðbundna skólasetningu í Hamraborg þetta skólaár. Kennarar munu hafa samband við sína nemendur í vikunni til að ákveða tíma og svara öllum ykkar spurningum varðandi námið.
Kennsla í einkatímum hefst föstudaginn 28. ágúst
Kennsla í bóklegum fögum, forskóla og hringekju hefst mánudaginn 7. september
Hljómsveitaræfingar hefjast 14. september þar sem því er viðkomið vegna sóttvarna.
Meðan að samkomutakmarkanir eru í gildi viljum við biðja foreldra að lágmarka umgengni sína í Hofi. Foreldrar yngstu Suzukibarnanna eru þó beðin um að koma með í tíma enda er þátttaka þeirra hluti af náminu. Nemendur eru beðnir um að koma í hús rétt áður en tími þeirra hefst og fara strax burt að tíma loknum. Við viljum ítreka mikilvægi handþvottar; 15 handlaugar eru á þriðju hæð Hofs og 5 á þeirri neðri. Spritt er á öllum göngum og í öllum stofum. Kennarar sótthreinsa snertifleti í sínum stofum og einnig eru allir snertifletir í sameiginlegum rýmum sótthreinsaðir.
Við munum senda ykkur pósta ef við þurfum að breyta einhverju í skólastarfinu vegna sóttvarnarráðstafana
Við hlökkum til samstarfsins í vetur!