Sellójól
Sellójól
Ásdís Arnardóttir kennir á selló við skólann okkar, í vikunni fór hún með nemendum sínum auk gesta í nokkra leik- og grunnskóla. Við gefum Ásdísi orðið:
Miðvikudaginn 14. des var fjörugur eins og vera ber í desember. Dagurinn byrjaði í Brekkuskóla þar sem Sandra Ósk spilaði fjögur lög fyrir alla fjórðu bekkinga. Að þessu loknu fórum við Sandra á Kiðagil og spiluðum á gamla leikskólanum hennar sem hún á svo góðar minningar frá.
Þá var komið að tónleikum 3. bekkinga í Lundarskóla. Þar komu fram Friðbjörg Sigríður á selló, Elísabet Bára á þverflautu og Rakel Anna á píanó. Hver þeirra spilaði tvö lög í salnum í Lundarskóla og í lokin var fjöldasöngur allra þriðju bekkinga og 7. bekkinga sem voru í nestinu sínu í salnum á sama tíma. Lítil hnáta í 3. bekk spurði í lokin hvenær það yrði aftur svona hátíð í skólanum og það segir manni allt um hvað tónlistin gerir mikið fyrir okkur.
Næst var farið á Iðavöll Atli Hrafn Jónsson spilaði á selló og söng fyrir félaga sína á leikskólanum. Krakkarnir voru líka dugleg að syngja með.
Hólmasól var næsti viðkomustaður en þar eru margir nemendur úr Tónlistarskólanum. Eldey lék á fiðlu, Bergdís Kara og Bríet Karítas á vólur, Brynjar Kári á selló og Hanna Lilja á selló sem kom úr Giljaskóla til þess að spila í gamla góða leikskólanum sínum. Síðasta skólaheimsókn dagsins var í Glerárskóla en þar lék Valgerður Edda á selló fyrir bekkjarfélaga sína í 3. bekk nokkur lög.
Það var sérstaklega ánægjulegt þennan kalda miðvikudagsmorgun að koma á alla þessa staði og fá virkilega hlýjar mótttökur. Alls staðar var hlustað vel og ró og friður yfir krökkum og kennurum.
Áfram samvinna tónlistarskóla, leik- og grunnskóla !
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr heimsóknunum.