Fara í efni

Rán Ringsted með tónleika

Rán Ringsted með tónleika

Rán Ringsted flytur lög Jónasar og Jóns Múla Árnasona í Nausti, Menningarhúsinu Hofi, fimmtudaginn 26. apríl klukkan 17:00

Rán segir:

 

"Í vor mun ég útskrifast úr Menntaskólanum á Akureyri og fjallar lokaverkefnið mitt þar um þá snilldarbræður Jón Múla og Jónas Árnasyni. Verkefnið er tvíþætt en annars vegar er ég að skrifa ritgerð um bræðurna og þeirra frægustu verk og hins vegar er ég að halda þessa litlu tónleika.


Þar ætla ég að flytja 10 lög úr söngleikjum þeirra ásamt hljómsveit sem samanstendur af Kristjáni Edelstein, Risto Laur, Rodrigo Lopes og Stefáni Ingólfssyni en þeir eru allir kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri.

Létt stemning og frítt inn.  Allir velkomnir svo lengi sem þeir koma með góða skapið