Rafmagnsgítarinn í djassi fyrirlestur og listasmiðja
Rafmagnsgítarinn í djassi fyrirlestur og listasmiðja
Helgin 8.-10. júlí verður helguð rafmagnsgítarnum í djassi undir stjórn tónlistarmannsins Dimitrios Theodoropoulos.
Rafmagnsgítarinn í djassi - Fyrirlestur
Stutt saga um þróun rafmagnsgítarsins frá því að banjóleikararnir færðust yfir í strauma nútímans. Fjallað verður um mismunandi gerðir gítara, hlutlægir og mikilvægir gítarleikarar þeirra tengjast þeim. Notast verður við tónlist, myndbönd og myndir til að gera söguna enn skemmtilegri og áhugaverðari fyrir áhorfendur. Boðið verður upp á ráðleggingar við uppsetningu, viðhald og spilun samsvarandi tegundar. Fyrirlesturinn verður í Deiglunni föstudaginn 8. júlí kl. 16:00 - ókeypis aðgangur.
Rafmagnsgítarinn í djassi - Listasmiðja (12 ára+)
Meistaranámskeið fyrir byrjendur sem lengra komna undir stjórn tónlistarmannsins Dimitrios Theodoropoulos. Þátttakendur verða að koma með eigin hljóðfæri og hefja æfingar á staðnum. Efnið sem kynnt verður í samræmi við almennt stig þátttakenda og á framsækinn hátt í átt að spuna. Stuðningslög (backing tracks) verða notuð þegar þörf krefur og sameiginleg spilun í samræmi við það. Námskeiðið fer fram i Deiglunni og kostar 1.000.- kr. nauðsynlegt er að skrá sig.
Áhugasamir geta skoða nánar fyrirlestur HÉR tveggja daga listasmiðju HÉR og tónleika á sunnudeginum HÉR.