Fara í efni

Nýjar námsgreinar á næsta skólaári

Nýjar námsgreinar á næsta skólaári

Tónlistarskólinn á Akureyri er í stöðugri þróun og uppbyggingu og eftir aukinni eftirspurn og góðri aðstöðu er nauðsynlegt að auka námsframboðið. Vegna þessa hefur verið ákveðið að bjóða uppá tónlistarforskóla fyrir nemendur í fyrstu tveimur bekkjum grunnskóla

Tónlistarskólinn á Akureyri er í stöðugri þróun og uppbyggingu og eftir aukinni eftirspurn og góðri aðstöðu er nauðsynlegt að auka námsframboðið. Vegna þessa hefur verið ákveðið að bjóða uppá tónlistarforskóla fyrir nemendur í fyrstu tveimur bekkjum grunnskóla og einnig svokallaða tónlistarhringekju sem ætluð er krökkum til að víkka sjóndeildarhring þeirra og koma þeim í skilning um hvað er í boði. Auk þessa verður hljóðver skólans tekið í meiri notkun með kennslu í upptökutækni og hljóðversvinnu.

Tónlistarforskólinn

Hann verður í boði fyrir nemendur í 1. - 2. bekk í öllum grunnskólum bæjarins. Kennt verður í tónmenntastofum skólanna á frístundartíma og verða u.þ.b. 6 í hóp Verð fyrir hvern nemanda myndi vera kr. 26.655 fyrir veturinn sama og greitt er fyrir tónæði í 3. og 4. bekk. Greiðslan skiptist í 8 gjalddaga, kr. 3.332. Námið sjálft er byggt upp á svipaðan hátt og hefur verið undanfarin ár þ.e. söngur, leikur, hreyfing, hlustun, spuni og kynning á hljóðfærum ásamt því að fá að prófa ýmis skólahljóðfæri bæði hryn og laglínuhljóðfæri. Einnig verður skólinn í samvinnu við höfunda bókanna um Maximús Músíkús en en þær eru að þróa nýja tölvuleiki sem tengjast tónlistarkennslu. Sækja þarf um á tonak.is fyrir 18. maí. Á umsóknarblaðinu er þetta undir kjarnagreinar. Tónlistarskólinn áskilur sér rétt til að sameina kennslu í 1. og 2. bekk ef þátttaka er ekki næg.

Tónlistarhringekjan

Hún verður í boði fyrir nemendur í 3. og 4. bekk og verður kennt í Hofi í 6 manna hópum. Kennslan gengur útá að kynna sem flest hljóðfæri fyrir nemendur og verður áhersla lögð á strokhljóðfæri fyrir áramót og blásturshljóðfæri eftir áramót. Kennslan byggist þannig upp að fyrstu 30 mínúturnar er 1 kennari með hópinn og þar er áhersla á rítma og söng og seinni 30 mínúturnar er hópnum skipt í tvennt og hljóðfærakennari vinnur með þeim með hljóðfæri. Verð fyri hvern nemanda myndi vera kr.38.500 fyrir veturinn, sama og greitt er fyrir samspilstíma hér. Greiðslan skiptist í 8 gjalddaga kr. 4.813.-. Sækja þarf um á tonak.is fyrir 18. maí. Á umsóknarblaðinu er þetta undir kjarnagreinar.

Upptökutækni 1

Námið sem er hugsað sem tilraunaverkefni næsta vetur, gengur útá að læra upptökutækni í hljóðveri skólans. Kyle Gudmundsson sér um kennsluna en hann er sérmenntaður í upptökutækni. Nemendur mæta tvisvar í viku, 1 og hálfan tíma í senn, samtals 3 tímar á viku. Nemendur þurfa að borga kr. 90.000 kr. fyrir veturinn sem skiptist niður á 8 gjalddaga og er pláss fyrir 6 nemendur. Eingöngu verður lagt upp með einn hóp til að byrja með. Sækja þarf um á tonak.is fyrir 18. maí. Á umsóknarblaðinu er þetta undir kjarnagreinar.

Hljóðversvinna

Þetta nám er hugsað fyrir lengra komna nemendur tónlistarskólans og er 1 klukkustund á viku. Námið gengur útá að læra að spila í hljóðveri og mun Kyle einnig kenna þetta, og verða þessir 2 hópar hver á eftir öðrum svo hægt sé að samnýta námið. Þar sem þetta er ætlað nemendum sem þegar eru í skólanum er þetta hugsað sem aukafag og greitt skv. því, 4 nemendur í hóp. Sækja þarf um á tonak.is fyrir 18. maí. Á umsóknarblaðinu er þetta undir hljóðfæri og heitir “Hljóðver”