NÝ LÖG UM HELGINA!
NÝ LÖG UM HELGINA!
Það verður fjör um helgina! Kennarar TA reyta af sér tónlistina:
Ludvig Kári, Íslandsmeistarinn okkar í rytmískri tónfræðikennslu, svo eitthvað sé nefnt, FRUMFLYTUR nýtt lag eftir sig á laugardaginn. Hann kemur fram á Listasafninu á Akureyri, Kaupvangsstræti 10, á TÓLF TÓNA KORTÉRINU, með viðburðinn RÁKIR EXPERIMENTAL. Kortérs langir tónleikar kl. 15 og aftur kl. 16, þar sem Ludvig leikur eigin tónsmíðar á víbrafón.
Á sunnudaginn kl. 17, í Akureyrarkirkju, leikur listahópurinn (N)ICEGIRLS gommu af nýjum lögum eftir Steinunni Arnbjörgu og Sigrúnu Mögnu og Helenu, selló-, orgel-, píanó-, solfège og alls konar kennara við skólann! Tríóið er búið að túra um NA-land með tónleikana sem ganga undir nafninu SVARTIR SAUÐIR/CZARNE OWCE og enda hér í höfuðstaðnum (Norðurlandsins, þ.e.).
Ókeypis er inn á alla tónleikana, gott aðgengi á báðum stöðum, og það má skoða listasafnið í leiðinni. Bara stuð um helgina!