Fara í efni

Nótan - Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Nótan - Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Þann 14. apríl síðastliðin var Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna haldin í Miðgarði í Skagafirði. Ekki var um eiginlega keppni að ræða og engin lokahátíð í Hörpu heldur einungis svæðistónleikar. Fulltrúar frá skólum á N/A landi hittust, léku fyrir hvert annað og fengu öll rós og viðurkenningaskjal.

Fulltrúar Tónlistarskólans á Akureyri voru að þessu sinni Katrín Róbertsdóttir og Lilja Gull Ólafsdóttir en þær stunda báðar nám á framhaldsstigi í fiðluleik. og með þeim var Risto Laur meðleikari. Stóðu þær sig með miklum sóma.

FT stendur fyrir þessu í samstarfi við alla tónlistarskólana.

Hér má lesa sér til um Nótuna fyrir áhugasama.