Norðlenskir flautunemendur leika á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
10.12.2021
Norðlenskir flautunemendur leika á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Mikill spenningur ríkir hjá norðlenskum flautuleikurum um helgina en fimm flautunemendur frá Norðurlandi, þar af þrír úr Tonak leika í flautukór á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nemendur Tonak eru: Katrín Karlinna Sigmundsdóttir, María Björg Sigurðardóttir og Vilborg Líf Eyjólfsdóttir. Þær eru allar nemendur Petreu Óskarsdóttur sem hefur undirbúið þær og er með þeim í þessari ævintýraferð í Reykjavík. Myndin er tekin á æfingu.