Nám á málmblásturshljóðfæri
27.01.2010
Nám á málmblásturshljóðfæri
Tónlistarskólinn á Akureyri býður byrjendum upp á ódýrt og skemmtilegt nám á
málmblásturshljóðfæri. Kennt verður á trompet, kornett, básúnu, baritón-horn og túbu í 2-3 manna
hópum og kennslan fer fram í Brekku-Gilja-og Oddeyrarskóla.
Kennslan fer fram í grunnskólunum og sparar þannig nemendum og foreldrum sporin. Hver kennslustund er 45 mínútur, einu sinni í viku og er ætlunin að krakkarnir stofni saman hljómsveitir með tímanum. Tilvalið og ódýrt gæðanám fyrir hressa og kraftmikla krakka!
Fyrsti mánuðurinn er ókeypis en mánaðargjald eftir það er kr. 3000 og mun tónlistarskólinn taka að sér að útvega hljóðfæri fyrir þá sem óska þess. Hægt er að sækja um áwww.tonak.is eða á skrifstofu skólans að Hvannavöllum 14 sími 462-1788. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á netfangið tonak@tonak.is . Umsóknarfresturinn rennur út 15. febrúar !