Miðvikudagstónleikar taka á sprett
07.10.2024
Miðvikudagstónleikar taka á sprett
Fyrstu miðvikudagstónleikar vetrarins voru haldnir 2. október. Það var vægast sagt sparilegt og gaman.
Fjórtán nemendur léku fyrir fullu Nausti alls kyns tónlist af hjartans lyst. Mikill skörungsskapur er það og fjör hjá nemendum okkar að mæta í byrjun annar með fullt af tónlist, svona vel undirbúinni og fínni, til að spila fyrir fólkið. Enda lögðu áheyrendur aldeilis vel við hlustir.
Takk nemendur, takk kennarar, takk tónleikagestir. Þetta gefur góð fyrirheit um skemmtilegan vetur!