Fara í efni

Málþing um menningu

Málþing um menningu

Málþing um framtíðarstefnu menningarmála á Norðurlandi verður haldið í Hofi föstudaginn 18. febrúar. Menningarhúsið Hof og Tónlistarskólinn á Akureyri efna til málþingsins, yfirskriftin er „Menning í dag, menning á morgun?”

Frummælendur verða:

Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu 
Pétur Halldórsson, menningarviti. 
Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lektor við viðskiptafræðideild HÍ og umsjónarmaður rannsókarmiðstöðvar skapandi greina 
Trond Wika, fiðluleikari/kennari 
Dr. Bjarki Valtýsson, aðjúnkt við IT háskólann í Kaupmannahöfn. 

Einnig fara fram pallborðsumræður og þar taka þátt, Gunnar Gíslason fræðslustjóri á Akureyri, Halla Björk Reynisdóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu, Karítas Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá Mennta og menningarmálaráðuneytinu, Pétur Halldórsson , Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir og Dr. Bjarki Valtýsson. Fundarstjóri er Jón Hrólfur Sigurjónsson. 

Málþingið fer fram í Hömrum, 1. hæð, Hofi og stendur frá kl. 13.00-17.00. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Skrá þarf þátttöku fyrir 17. febrúar á netfangið: larasoley@menningarhus.is 

Nánar hér