Fara í efni

LMA sýnir Lovestar í Hofi

LMA sýnir Lovestar í Hofi

Leikfélag MA sýnir um þessar mundir verkið Lovestar í Hofi.   

LoveStar er vísindaskáldsaga eftir Andra Snæ Magnason sem kom út árið 2002. Bókin naut mikilla vinsælda og var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur nú  þessa æsispennandi sögu á svið í leikstjórn Einars Aðalsteinssonar en sýningin er unnin eftir leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar.

Sagan er ádeila á tæknisamfélagið meðal annars er hægt að reikna út sálufélaga sína og þegar fólk deyr er líkömum þeirra skotið út í geim sem síðan verða að stjörnuhröpum. Allt þetta er á vegum stórfyrirtækisins LoveStar. Forstjóri fyrirtækisins heitir einnig Lovestar og þarf hún að glíma við ýmis vandamál sem koma upp á meðan hún tekur yfir heiminn.

Nemendur tónlistarskólans eru fyrirferðamiklir í uppsetningunni, en Una Haraldsdóttir er annar tónlistarsjóra verksins, auk þess sem hljómsveitin samanstendur af sex nemendur tónlistarskólans.  Einnig eru okkar nemendur í kórnum og leikhópnum.

Aukasýning fimmtudaginn 22. mars hefur verið sett í sölu.

Lovestar

 Lovestar

Lovestar